Eliza mun taka þátt í fjölda viðburða með Íslandsstofu á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 20:00 Eliza Reid hefur fyrst maka sitjandi forseta Íslands ráðið sig til launaðra starfa hér á landi. Hún mun taka þátt í kynningarstarfi á völdum viðburðum í útlöndum með formlegri hætti en hingað til og fá greitt fyrir það um 580 þúsund krónur á mánuði. Péturs Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir mikinn feng af samstarfinu við forsetafrúna sem dragi að sér mikla athygli alls staðar sem hún komi fram fyrir Íslands hönd. Það það sé gríðarlegur styrkur að fá hana til liðs við Íslandsstofu. Eliza segist hafa glaðst yfir því þegar Pétur bauð honum að leggja Íslandsstofu lið. „Ég verð einhvers konar, get ég sagt, talsmaður. Til að tala um Ísland almennt, ferðaþjónustu, nýsköpun, í jafnréttismálum. Bara að koma Íslandi á framfæri á viðburðum sem Íslandsstofa er að sjá um,“ segir Eliza. Hún mun meðal annars eiga samskipti við erlenda fjölmiðla og reikni með þátttöku í sjö til níu viðburðum á næsta ári. Það er ekki launað starf að vera maki forseta Íslands þótt fáir efist um framlag þeirra til embættisins í gegnum tíðina. Eliza segist margt oft áður hafa sagt að hún vildi ekki fá starf vegna stöðu eiginmannins og haldi áfram skipuleggja alþjóðlegu ritlistabúðirnar sem hún stofnaði fyrir sex árum.En við munum áfram njóta þess að sjá þig við hlið Guðna við hans störf? „Já þú ert að tala við mig núna hér í Snæfellsbæ í opinberri heimsókn með Guðna. Við höldum áfram hér á morgun í Grundarfjarðarbæ. Ég ætla áfram að vera virk forsetafrú eins og áður og með mikilli gleði í því líka,“ segir forsetafrúin og nýr starfsmaður Íslandsstofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Í útgáfu fréttarinnar sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði að Eliza myndi taka þátt í 79 viðburðum, hið rétta er að hún mun taka þátt í sjö til níu viðburðum. Forseti Íslands Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Eliza Reid í New York Times: „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns“ Forsetafrú Íslands ræðir um undarlegt hlutverk maka þjóðarleiðtoga í aðsendri grein í New York Times í dag. 1. október 2019 18:35 Forsetahjónin heimsækja íbúa á vestanverðu Snæfellsnesi Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn 30. október og heimsækja svo Grundarfjarðarbæ á fimmtudag. 28. október 2019 11:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eliza Reid hefur fyrst maka sitjandi forseta Íslands ráðið sig til launaðra starfa hér á landi. Hún mun taka þátt í kynningarstarfi á völdum viðburðum í útlöndum með formlegri hætti en hingað til og fá greitt fyrir það um 580 þúsund krónur á mánuði. Péturs Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir mikinn feng af samstarfinu við forsetafrúna sem dragi að sér mikla athygli alls staðar sem hún komi fram fyrir Íslands hönd. Það það sé gríðarlegur styrkur að fá hana til liðs við Íslandsstofu. Eliza segist hafa glaðst yfir því þegar Pétur bauð honum að leggja Íslandsstofu lið. „Ég verð einhvers konar, get ég sagt, talsmaður. Til að tala um Ísland almennt, ferðaþjónustu, nýsköpun, í jafnréttismálum. Bara að koma Íslandi á framfæri á viðburðum sem Íslandsstofa er að sjá um,“ segir Eliza. Hún mun meðal annars eiga samskipti við erlenda fjölmiðla og reikni með þátttöku í sjö til níu viðburðum á næsta ári. Það er ekki launað starf að vera maki forseta Íslands þótt fáir efist um framlag þeirra til embættisins í gegnum tíðina. Eliza segist margt oft áður hafa sagt að hún vildi ekki fá starf vegna stöðu eiginmannins og haldi áfram skipuleggja alþjóðlegu ritlistabúðirnar sem hún stofnaði fyrir sex árum.En við munum áfram njóta þess að sjá þig við hlið Guðna við hans störf? „Já þú ert að tala við mig núna hér í Snæfellsbæ í opinberri heimsókn með Guðna. Við höldum áfram hér á morgun í Grundarfjarðarbæ. Ég ætla áfram að vera virk forsetafrú eins og áður og með mikilli gleði í því líka,“ segir forsetafrúin og nýr starfsmaður Íslandsstofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Í útgáfu fréttarinnar sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði að Eliza myndi taka þátt í 79 viðburðum, hið rétta er að hún mun taka þátt í sjö til níu viðburðum.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Eliza Reid í New York Times: „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns“ Forsetafrú Íslands ræðir um undarlegt hlutverk maka þjóðarleiðtoga í aðsendri grein í New York Times í dag. 1. október 2019 18:35 Forsetahjónin heimsækja íbúa á vestanverðu Snæfellsnesi Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn 30. október og heimsækja svo Grundarfjarðarbæ á fimmtudag. 28. október 2019 11:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27
Eliza Reid í New York Times: „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns“ Forsetafrú Íslands ræðir um undarlegt hlutverk maka þjóðarleiðtoga í aðsendri grein í New York Times í dag. 1. október 2019 18:35
Forsetahjónin heimsækja íbúa á vestanverðu Snæfellsnesi Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn 30. október og heimsækja svo Grundarfjarðarbæ á fimmtudag. 28. október 2019 11:13