Reyndi að heimsækja forseta Brasilíu skömmu fyrir morðið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 06:45 Bolsonaro tók myndbandið upp á hótelherbergi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Nordicphotos/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu. Brasilía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu.
Brasilía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira