Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 13:10 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55