Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2019 20:30 Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður. Netöryggi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður.
Netöryggi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira