Handtóku mann sem hljóp nakinn um Reykjavíkurflugvöll Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 07:12 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nakinn mann sem hljóp um Reykjavíkurflugvöll í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð, grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Í kjölfarið var maðurinn færður á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Stuttu síðar handtók lögregla mann í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun um klukkan ellefu þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni þegar átti að vísa honum út. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu sökum ástands en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Á tólfta tímanum var maður handtekinn í gamla Vesturbænum þar sem hann hafði sparkað upp íbúðarhurð og framið eignaspjöll. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Þá var þrennt vistað í fangageymslu eftir að lögreglan stöðvaði stolna bifreið í Hlíðunum. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og eru þau grunuð um stuldinn sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu þeirra. Lögreglan hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum miðsvæðis í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöld var ökumaður til að mynda stöðvaður við Skógarhlíð, grunaður um akstur undir áhrifum og dreifingu og sölu læknalyfja. Fjórir voru stöðvaðir í Breiðholti, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu fyrir klukkan þrjú handtók lögregla mann í annarlegu ástandi í Efra-Breiðholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum, hótanir og vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu. Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu svo tilkynning um umferðaróhapp í Mosfellsbæ þar sem ekið hafði verið á ljósastaur. Ökumaðurinn sjálfur tilkynnti um óhappið en hann er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nakinn mann sem hljóp um Reykjavíkurflugvöll í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð, grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Í kjölfarið var maðurinn færður á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Stuttu síðar handtók lögregla mann í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun um klukkan ellefu þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni þegar átti að vísa honum út. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu sökum ástands en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Á tólfta tímanum var maður handtekinn í gamla Vesturbænum þar sem hann hafði sparkað upp íbúðarhurð og framið eignaspjöll. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Þá var þrennt vistað í fangageymslu eftir að lögreglan stöðvaði stolna bifreið í Hlíðunum. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og eru þau grunuð um stuldinn sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu þeirra. Lögreglan hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum miðsvæðis í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöld var ökumaður til að mynda stöðvaður við Skógarhlíð, grunaður um akstur undir áhrifum og dreifingu og sölu læknalyfja. Fjórir voru stöðvaðir í Breiðholti, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu fyrir klukkan þrjú handtók lögregla mann í annarlegu ástandi í Efra-Breiðholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum, hótanir og vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu. Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu svo tilkynning um umferðaróhapp í Mosfellsbæ þar sem ekið hafði verið á ljósastaur. Ökumaðurinn sjálfur tilkynnti um óhappið en hann er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira