Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. október 2019 08:00 Héraðssaksóknari segir það óheppilegt að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma séu rannsökuð af lögreglustjóra eins og önnur brot. Þannig séu samstarfsmenn að rannsaka brot vinnufélaga. Fréttablaðið/Ernir Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira