Ábyrgð Íslands í samfélagi þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 21. október 2019 07:00 Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun