Eldur kom upp í mannlausu einbýlishúsi á Sogavegi í morgun. Tilkynning barst um klukkan 6:30 og tók aðeins nokkrar mínútur fyrir slökkviliðsmennina að slökkva eldinn.
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði óljóst um eldsupptök en tók þó fram að eldur hafi logað í húsinu á fleiri en einum stað og er málið í rannsókn.
Að öðru leyti var nokkur erill hjá slökkviliðinu í nótt og var mikið um sjúkraflutninga.

