„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:07 Vinsældir Justin Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Getty Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist. Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist.
Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06
Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45