„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:07 Vinsældir Justin Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Getty Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist. Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist.
Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06
Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45