„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:07 Vinsældir Justin Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Getty Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist. Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist.
Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06
Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45