Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2019 18:30 Svona mun flugstöðin líta út gangi áætlanir Air Iceland Connect eftir. Air Iceland Connect Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira