Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar Þorsteinn Víglundsson skrifar 22. október 2019 07:00 „Ekkert er öruggt í þessu lífi nema dauðinn og skattar“ er ódauðleg tilvitnun í Benjamin Franklin. Og fátt er jafn varanlegt og tímabundnir skattar. Á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs um 120 milljörðum króna hærri en þær hefðu verið ef skattprósentur væru þær sömu og á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir mikla gagnrýni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarf lokks á skattahækkanir vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 standa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum að því að festa sömu skattahækkanir í sessi. Í stað þess að nýta stórauknar tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum til skattalækkana hefur taumlaus útgjaldaþensla leitt til þess að ekkert svigrúm er til slíkra lækkana nú þegar tekið er að hægja á í efnahagslífinu að nýju. Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum ríkisrekstrar og hvað mest í að þenja út ríkisbáknið. Ríkisstjórnin virðist stefna að Íslandsmeti í útgjöldum án atrennu. Svo mjög liggur á að skýr markmið um árangur liggja sjaldnast fyrir heldur virðist útgjaldaaukningin vera orðin markmið í sjálfu sér. Skattheimta hins opinbera er hvergi meiri en hér á landi, sé horft til aðildarríkja OECD. Nemur hún nú um 34% af landsframleiðslu og aðeins Svíar ná svipuðum hæðum og við. Miklar skattahækkanir eftirhrunsáranna voru rökstuddar með því að ekki væri önnur leið fær til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins þar sem skatttekjur drógust mikið saman vegna hrunsins. Þær lögðust af miklum þunga á atvinnulíf og heimili sem glímdu ekki síður við grafalvarlega stöðu á þessum tíma. Þessar skattahækkanir töfðu án efa viðsnúning í efnahagslífinu. Tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga, fjármagnstekjuskattur og tryggingagjald eru hærri en fyrir hrun og sérstakir skattar eru enn lagðir á banka hér á landi sem leiða til hærra vaxtastigs en ella. Ofan á það eru ótvíræð merki um kólnun í hagkerfinu. Það væri góð innspýting í efnahagslífið ef ríkisstjórnin gæti hafist handa við að lækka skatta svo um munaði. En því miður er ekkert svigrúm til þess. Þótt lækkanir hafi verið boðaðar munu þær aðeins að óverulegu leyti taka gildi á næsta ári og á sama tíma er verið að hækka aðra skatta eða leggja á nýja. Tímabundnar skattahækkanir vinstristjórnarinnar ætla svo sannarlega að reynast lífseigar undir stjórn Sjálfstæðismanna í fjármálaráðuneytinu.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Ekkert er öruggt í þessu lífi nema dauðinn og skattar“ er ódauðleg tilvitnun í Benjamin Franklin. Og fátt er jafn varanlegt og tímabundnir skattar. Á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs um 120 milljörðum króna hærri en þær hefðu verið ef skattprósentur væru þær sömu og á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir mikla gagnrýni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarf lokks á skattahækkanir vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 standa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum að því að festa sömu skattahækkanir í sessi. Í stað þess að nýta stórauknar tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum til skattalækkana hefur taumlaus útgjaldaþensla leitt til þess að ekkert svigrúm er til slíkra lækkana nú þegar tekið er að hægja á í efnahagslífinu að nýju. Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum ríkisrekstrar og hvað mest í að þenja út ríkisbáknið. Ríkisstjórnin virðist stefna að Íslandsmeti í útgjöldum án atrennu. Svo mjög liggur á að skýr markmið um árangur liggja sjaldnast fyrir heldur virðist útgjaldaaukningin vera orðin markmið í sjálfu sér. Skattheimta hins opinbera er hvergi meiri en hér á landi, sé horft til aðildarríkja OECD. Nemur hún nú um 34% af landsframleiðslu og aðeins Svíar ná svipuðum hæðum og við. Miklar skattahækkanir eftirhrunsáranna voru rökstuddar með því að ekki væri önnur leið fær til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins þar sem skatttekjur drógust mikið saman vegna hrunsins. Þær lögðust af miklum þunga á atvinnulíf og heimili sem glímdu ekki síður við grafalvarlega stöðu á þessum tíma. Þessar skattahækkanir töfðu án efa viðsnúning í efnahagslífinu. Tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga, fjármagnstekjuskattur og tryggingagjald eru hærri en fyrir hrun og sérstakir skattar eru enn lagðir á banka hér á landi sem leiða til hærra vaxtastigs en ella. Ofan á það eru ótvíræð merki um kólnun í hagkerfinu. Það væri góð innspýting í efnahagslífið ef ríkisstjórnin gæti hafist handa við að lækka skatta svo um munaði. En því miður er ekkert svigrúm til þess. Þótt lækkanir hafi verið boðaðar munu þær aðeins að óverulegu leyti taka gildi á næsta ári og á sama tíma er verið að hækka aðra skatta eða leggja á nýja. Tímabundnar skattahækkanir vinstristjórnarinnar ætla svo sannarlega að reynast lífseigar undir stjórn Sjálfstæðismanna í fjármálaráðuneytinu.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun