Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:15 Fjölmennt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp. Vísir/Kjartan Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn varði ákvörðun sína við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í september. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og taldi lögreglumaðurinn sitt eina úrræði að stöðva för hans með því að þvinga hann útaf veginum.Jeppi ölvaða mannsins valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubifreið. Ökumaðurinn hálsbrotnaði og hlaut skurð á höfði. Fjölmennt var í sal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem á milli þrjátíu og fjörutíu lögreglumenn sýndu kollega sínum stuðning. Sá hafði greint frá því í gær að honum þætti verðmætt ef vinir myndu sýna stuðning í verki og mæta í dómsuppsöguna í morgun. Fjölmargir svöruðu kalli hans. Dómurinn taldi héraðssaksóknara ekki hafa sýnt fram á að lögreglumaðurinn hefði ekki gætt að lögmæti aðgerða þegar hann ók aftan á ölvaðan ökumann. Aðgerðin hefði verið unnin í samræmi við meginreglur. Dómari dæmdi að málskostnaður skuli greiddur úr ríkissjóði. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum brutust mikil fagnaðarlæti út í dómsal eftir að dómari fór þaðan út. Þakkaði lögreglumaðurinn sem var sýknaður öllum þeim sem mættu fyrir stuðninginn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður lögreglumannsins, sagði við blaðamann að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem hann vildi fara yfir forsendur dómsins.Fjölda lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanDómurinn hefur ekki verið birtur en blaðamaður Vísis sat aðalmeðferð málsins á dögunum þar sem atburðarásinni var lýst.Þvingaði lögreglubíl út af veginumEftirförin hófst þegar lögreglumenn af Suðurlandi brugðust við útkalli vegna heimilisofbeldis á bænum Laugarási í Biskupstungum snemmkveldis 13. maí í fyrra. Þáverandi eiginkona Ingvars Arnar Karlssonar bar vitni um að hann hefði verið við drykkju í tvo sólahringa og verið ógnandi gagnvart henni og börnum hennar, meðal annars með tveggja tonna gröfu. Lýsingar voru um að maður gengi þar berserksgang.Ingvar Örn ók í burtu á jeppabifreið og hófu lögreglumenn sem mættu honum þá eftirför. Lögreglumaðurinn sem var ákærður í málinu var fyrst farþegi í annarri lögreglubifreiðinni sem elti Ingvar Örn en tók við akstrinum þegar ákveðið var að neyða jeppann út af. Hann bar vitni um að jeppinn hefði rásað á veginum en hann svo haldið sig við miðlínu vegarins við upphaf eftirfararinnar. Ingvar Örn hefði hunsað blikkandi ljós lögreglubílanna og köll lögreglumannanna um að hann stöðvaði jeppann.Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurÁhafnir lögreglubílanna tveggja hafi sammælst um að reyna að boxa Ingvar Örn inni með því að staðsetja þá fyrir framan jeppann og við hliðina á honum. Þannig mætti hægja á ferð hans. Þegar lögreglumaðurinn sem var ákærður og félagi hans reyndu að aka fram úr jeppanum sveigði Ingvar Örn inn í hlið lögreglubílsins þannig að báðir bílar enduðu utan vegar. Af myndbandi sem var sýnt við aðalmeðferð málsins virtist það hafa gerst á þó nokkurri ferð. Hafði dómari málsins á orði að ótrúlegt hafi verið að hvorugur bíllinn hefði oltið í það skipti.Aksturslag Ingvars Arnar var skuggalegt að sögn lögreglumannsins. Hann hafi farið nálægt öðrum bifreiðum og ekið óhikað yfir blindhæðir og á öfugum vegarhelmingi. Lögreglumaðurinn lýsti því sem svo að lögreglumönnunum, öðrum ökutækjum og Ingvar Erni sjálfum hafi stafað feykileg hætta af akstrinum.Gaf í og hemlaði á víxl á öfugum vegarhelmingiÞegar eltingarförin hafði borist nokkra leið inn Þjórsárdal bar lögreglumaðurinn að varðstjóri á Selfossi hefði ráðlagt þeim að ef þau ætluðu að þvinga jeppann út af væri heppilegur vegarkafli framundan. Þar á eftir væru aðstæður hættulegri vegna fjölda beygja, einbreiðra brúa og umhverfis í kringum veginn.Lögreglumaðurinn sagðist þá hafa tekið ákvörðun um að reyna að sveigja jeppanum út af með því að aka aftan á vinstra horn hans. Varðstjóri hafi ekki gert athugasemd við það. Sá kom einnig fyrir dóminn og bar vitni um að ákvörðunin hafi verið tekin með vitund hans. Hefði hann verið henni andsnúinn hefði hann gefið lögreglumanninum það til kynna.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður lögreglumannsins, á leið í dómsmál þegar aðalmeðferð málsins fór fram þann 9. september.Vísir/VilhelmÁ upptöku sást að þegar bíll lögreglumannsins sem var ákærður nálgaðist jeppann jók Ingvar Örn hraðann og snarhemlaði á víxl í að minnsta kosti tvígang. Þá var hann á öfugum vegarhelmingi. Lögreglumaðurinn sagði fyrir dómi að þeim hafi virst Ingvar Örn reyna að fá þau aftan á sig af sem mestu afli.Eftir að lögreglumaðurinn nuddaði vinstra horn jeppans í tvígang án þess að það tefði för Ingvar Arnarsagðist hann hafa aukið hraðann til að ná nægu afli til að þvinga hann út af veginum. Við þriðju snertingu bílanna sveigði jeppinn snögglega til vinstri út af veginum þar sem hann valt ofsalega.Vildi ekki valda skaða með aðgerðaleysiSpurður út í lögmæti aðferðarinnar til að stöðva Ingvar Örn sagðist lögreglumaðurinn telja hana hafa verið síðasta hálmstráið. Fram undan hefði verið um fimmtán kílómetra kafli með þrengingum, einbreiðum brúm, blindhæðum og grjótgarði og grýttum árfarvegi upp við veginn.Mat hans hafi byggst á því sem undan væri gengið. Ingvar Örn hefði lítið hald á ökutæki sínu og hann hefði komið tryllingslega fram gagnvart lögreglu og heimilisfólki áður. Hefði hann mætt öðru ökutæki á veginum hefði ekki farið vel. Aldrei hafi komið til greina að veita jeppanum óbeina eftirför.Vísaði lögreglumaðurinn meðal annars til þrefalds banaslyss þar sem ölvaður ökumaður ók framan á bíl sem kom út gagnstæðri átt þegar hann flúði undan lögreglu árið 1995. Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa viljað valda skaða með aðgerðaleysi.„Út frá því taldi ég þetta eina úrræðið,“ sagði lögreglumaðurinn.Ingvar Örn Karlsson.Mynd/Nýtt aflHann hefði fengið kynningu og æfingu í þessari aðferð hjá sérsveit lögreglunnar á 9. áratugnum. Hann hefði einu sinni beitt aðferðinni áður en á minni hraða í Reykjavík. Aðferðinni hafi verið beitt oftar hér á landi. Honum hafi aldrei verið kunnugt um að athugasemdir eða ákærur hafi komið til vegna þess.Lögreglumaður sem ók hinni lögreglubifreiðinni bar einnig vitni og sagðist telja ákvörðunina um að aka jeppann út af veginum rétta. Fullyrti hann að enginn hinna lögreglumannanna hefði getað gert eins vel og sá sem er ákærður gerði í að ýta jeppanum út af.Ætlaði sér ekki að skaða lögreglumennIngvar Örn kom fyrir dóminn og neitaði því að hafa ætlað sér að skaða lögreglumennina. Hann hafi verið heltekinn af reiði út í þáverandi eiginkonu sína. Lýsti hann því þegar hann reyndi að losa sig við lögregluna sem tilraunum hans til að „fá frið“.Sagðist hann ekki muna eftir veltunni sérstaklega en atvikum fyrir og eftir hana. Hann hafi hálsbrotnað, lamast og hlotið skurð á hnakkann. Lömunin hafi gengið til baka en hann þjáist enn af afleiðingum veltunnar.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmNeitaði hann því að hafa ógnað konu sinni og börnum með öðru en orðum. Viðurkenndi hann að hafa rekið hníf í gegnum síma sinn. Fyrrverandi eiginkona hans bar vitni um að hann hefði slökkt á síma hennar áður og verið ógnandi gagnvart henni og börnum hennar.Spurður út í það þegar hann ók utan í lögreglubílinn sem reyndi að komast fram fyrir hann bar Ingvar Örn því við að honum hafi brugðið „svakalega“ og viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Ekki hafi verið meiningin að gera lögreglumönnunum neitt. Féllst hann þó á að lögreglumönnunum sem veittu honum eftirför hefði virst annað.„Auðvitað átti maður að stoppa strax. Það er óskaplega lítið rökrétt við þennan blessaða dag,“ sagði Ingvar Örn.Ingvar Örn var í öðru sæti á lista flokksins Nýs afls í Bláskógabyggð en hann var beðinn um að taka ekki sæti í sveitarstjórn fyrir hönd framboðsins vegna málsins.Ingvar Örn sætir ákæru fyrir brot sín og er málið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Aðalmeðferð málsins er lokið og dóms að vænta á næstu vikum.Mat lögreglumanns í samráði við yfirmannÓlafur Egilsson frá menntasetri lögreglunnar, greindi dómnum frá því að aðferðinni sem lögreglumaðurinn beitti til að stöðva jeppann væri ekki lýst í reglum ríkislögreglustjóra um stöðvun ökutækja frá árinu 2000 en um hana sé fjallað í reglum um ökutæki lögreglunnar frá því á þessu ári.Ekki séu til verklagsreglur fyrir tilfelli sem þessi. Lögreglumenn þurfi að vega og meta hættu, hvaða hagsmunir séu í húfi í samráði við yfirmann. Þeim hafi borið að gera eitthvað og erfitt sé að njörva niður hvað þeir geti gert við aðstæður sem þessar.Fullyrti hann að lögreglumenn hafi verið fræddir um aðferðina og sýnd dæmi um hana í endurmenntun undanfarin ár. Aðferðin sé ekki kennd eins og er en að það hafi staðið til. Verið sé að bíða eftir nýjum verklagsreglum sem eftir eigi að samþykkja.vísir/vilhelm Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. 31. janúar 2019 16:46 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn varði ákvörðun sína við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í september. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og taldi lögreglumaðurinn sitt eina úrræði að stöðva för hans með því að þvinga hann útaf veginum.Jeppi ölvaða mannsins valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubifreið. Ökumaðurinn hálsbrotnaði og hlaut skurð á höfði. Fjölmennt var í sal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem á milli þrjátíu og fjörutíu lögreglumenn sýndu kollega sínum stuðning. Sá hafði greint frá því í gær að honum þætti verðmætt ef vinir myndu sýna stuðning í verki og mæta í dómsuppsöguna í morgun. Fjölmargir svöruðu kalli hans. Dómurinn taldi héraðssaksóknara ekki hafa sýnt fram á að lögreglumaðurinn hefði ekki gætt að lögmæti aðgerða þegar hann ók aftan á ölvaðan ökumann. Aðgerðin hefði verið unnin í samræmi við meginreglur. Dómari dæmdi að málskostnaður skuli greiddur úr ríkissjóði. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum brutust mikil fagnaðarlæti út í dómsal eftir að dómari fór þaðan út. Þakkaði lögreglumaðurinn sem var sýknaður öllum þeim sem mættu fyrir stuðninginn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður lögreglumannsins, sagði við blaðamann að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem hann vildi fara yfir forsendur dómsins.Fjölda lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanDómurinn hefur ekki verið birtur en blaðamaður Vísis sat aðalmeðferð málsins á dögunum þar sem atburðarásinni var lýst.Þvingaði lögreglubíl út af veginumEftirförin hófst þegar lögreglumenn af Suðurlandi brugðust við útkalli vegna heimilisofbeldis á bænum Laugarási í Biskupstungum snemmkveldis 13. maí í fyrra. Þáverandi eiginkona Ingvars Arnar Karlssonar bar vitni um að hann hefði verið við drykkju í tvo sólahringa og verið ógnandi gagnvart henni og börnum hennar, meðal annars með tveggja tonna gröfu. Lýsingar voru um að maður gengi þar berserksgang.Ingvar Örn ók í burtu á jeppabifreið og hófu lögreglumenn sem mættu honum þá eftirför. Lögreglumaðurinn sem var ákærður í málinu var fyrst farþegi í annarri lögreglubifreiðinni sem elti Ingvar Örn en tók við akstrinum þegar ákveðið var að neyða jeppann út af. Hann bar vitni um að jeppinn hefði rásað á veginum en hann svo haldið sig við miðlínu vegarins við upphaf eftirfararinnar. Ingvar Örn hefði hunsað blikkandi ljós lögreglubílanna og köll lögreglumannanna um að hann stöðvaði jeppann.Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurÁhafnir lögreglubílanna tveggja hafi sammælst um að reyna að boxa Ingvar Örn inni með því að staðsetja þá fyrir framan jeppann og við hliðina á honum. Þannig mætti hægja á ferð hans. Þegar lögreglumaðurinn sem var ákærður og félagi hans reyndu að aka fram úr jeppanum sveigði Ingvar Örn inn í hlið lögreglubílsins þannig að báðir bílar enduðu utan vegar. Af myndbandi sem var sýnt við aðalmeðferð málsins virtist það hafa gerst á þó nokkurri ferð. Hafði dómari málsins á orði að ótrúlegt hafi verið að hvorugur bíllinn hefði oltið í það skipti.Aksturslag Ingvars Arnar var skuggalegt að sögn lögreglumannsins. Hann hafi farið nálægt öðrum bifreiðum og ekið óhikað yfir blindhæðir og á öfugum vegarhelmingi. Lögreglumaðurinn lýsti því sem svo að lögreglumönnunum, öðrum ökutækjum og Ingvar Erni sjálfum hafi stafað feykileg hætta af akstrinum.Gaf í og hemlaði á víxl á öfugum vegarhelmingiÞegar eltingarförin hafði borist nokkra leið inn Þjórsárdal bar lögreglumaðurinn að varðstjóri á Selfossi hefði ráðlagt þeim að ef þau ætluðu að þvinga jeppann út af væri heppilegur vegarkafli framundan. Þar á eftir væru aðstæður hættulegri vegna fjölda beygja, einbreiðra brúa og umhverfis í kringum veginn.Lögreglumaðurinn sagðist þá hafa tekið ákvörðun um að reyna að sveigja jeppanum út af með því að aka aftan á vinstra horn hans. Varðstjóri hafi ekki gert athugasemd við það. Sá kom einnig fyrir dóminn og bar vitni um að ákvörðunin hafi verið tekin með vitund hans. Hefði hann verið henni andsnúinn hefði hann gefið lögreglumanninum það til kynna.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður lögreglumannsins, á leið í dómsmál þegar aðalmeðferð málsins fór fram þann 9. september.Vísir/VilhelmÁ upptöku sást að þegar bíll lögreglumannsins sem var ákærður nálgaðist jeppann jók Ingvar Örn hraðann og snarhemlaði á víxl í að minnsta kosti tvígang. Þá var hann á öfugum vegarhelmingi. Lögreglumaðurinn sagði fyrir dómi að þeim hafi virst Ingvar Örn reyna að fá þau aftan á sig af sem mestu afli.Eftir að lögreglumaðurinn nuddaði vinstra horn jeppans í tvígang án þess að það tefði för Ingvar Arnarsagðist hann hafa aukið hraðann til að ná nægu afli til að þvinga hann út af veginum. Við þriðju snertingu bílanna sveigði jeppinn snögglega til vinstri út af veginum þar sem hann valt ofsalega.Vildi ekki valda skaða með aðgerðaleysiSpurður út í lögmæti aðferðarinnar til að stöðva Ingvar Örn sagðist lögreglumaðurinn telja hana hafa verið síðasta hálmstráið. Fram undan hefði verið um fimmtán kílómetra kafli með þrengingum, einbreiðum brúm, blindhæðum og grjótgarði og grýttum árfarvegi upp við veginn.Mat hans hafi byggst á því sem undan væri gengið. Ingvar Örn hefði lítið hald á ökutæki sínu og hann hefði komið tryllingslega fram gagnvart lögreglu og heimilisfólki áður. Hefði hann mætt öðru ökutæki á veginum hefði ekki farið vel. Aldrei hafi komið til greina að veita jeppanum óbeina eftirför.Vísaði lögreglumaðurinn meðal annars til þrefalds banaslyss þar sem ölvaður ökumaður ók framan á bíl sem kom út gagnstæðri átt þegar hann flúði undan lögreglu árið 1995. Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa viljað valda skaða með aðgerðaleysi.„Út frá því taldi ég þetta eina úrræðið,“ sagði lögreglumaðurinn.Ingvar Örn Karlsson.Mynd/Nýtt aflHann hefði fengið kynningu og æfingu í þessari aðferð hjá sérsveit lögreglunnar á 9. áratugnum. Hann hefði einu sinni beitt aðferðinni áður en á minni hraða í Reykjavík. Aðferðinni hafi verið beitt oftar hér á landi. Honum hafi aldrei verið kunnugt um að athugasemdir eða ákærur hafi komið til vegna þess.Lögreglumaður sem ók hinni lögreglubifreiðinni bar einnig vitni og sagðist telja ákvörðunina um að aka jeppann út af veginum rétta. Fullyrti hann að enginn hinna lögreglumannanna hefði getað gert eins vel og sá sem er ákærður gerði í að ýta jeppanum út af.Ætlaði sér ekki að skaða lögreglumennIngvar Örn kom fyrir dóminn og neitaði því að hafa ætlað sér að skaða lögreglumennina. Hann hafi verið heltekinn af reiði út í þáverandi eiginkonu sína. Lýsti hann því þegar hann reyndi að losa sig við lögregluna sem tilraunum hans til að „fá frið“.Sagðist hann ekki muna eftir veltunni sérstaklega en atvikum fyrir og eftir hana. Hann hafi hálsbrotnað, lamast og hlotið skurð á hnakkann. Lömunin hafi gengið til baka en hann þjáist enn af afleiðingum veltunnar.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmNeitaði hann því að hafa ógnað konu sinni og börnum með öðru en orðum. Viðurkenndi hann að hafa rekið hníf í gegnum síma sinn. Fyrrverandi eiginkona hans bar vitni um að hann hefði slökkt á síma hennar áður og verið ógnandi gagnvart henni og börnum hennar.Spurður út í það þegar hann ók utan í lögreglubílinn sem reyndi að komast fram fyrir hann bar Ingvar Örn því við að honum hafi brugðið „svakalega“ og viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Ekki hafi verið meiningin að gera lögreglumönnunum neitt. Féllst hann þó á að lögreglumönnunum sem veittu honum eftirför hefði virst annað.„Auðvitað átti maður að stoppa strax. Það er óskaplega lítið rökrétt við þennan blessaða dag,“ sagði Ingvar Örn.Ingvar Örn var í öðru sæti á lista flokksins Nýs afls í Bláskógabyggð en hann var beðinn um að taka ekki sæti í sveitarstjórn fyrir hönd framboðsins vegna málsins.Ingvar Örn sætir ákæru fyrir brot sín og er málið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Aðalmeðferð málsins er lokið og dóms að vænta á næstu vikum.Mat lögreglumanns í samráði við yfirmannÓlafur Egilsson frá menntasetri lögreglunnar, greindi dómnum frá því að aðferðinni sem lögreglumaðurinn beitti til að stöðva jeppann væri ekki lýst í reglum ríkislögreglustjóra um stöðvun ökutækja frá árinu 2000 en um hana sé fjallað í reglum um ökutæki lögreglunnar frá því á þessu ári.Ekki séu til verklagsreglur fyrir tilfelli sem þessi. Lögreglumenn þurfi að vega og meta hættu, hvaða hagsmunir séu í húfi í samráði við yfirmann. Þeim hafi borið að gera eitthvað og erfitt sé að njörva niður hvað þeir geti gert við aðstæður sem þessar.Fullyrti hann að lögreglumenn hafi verið fræddir um aðferðina og sýnd dæmi um hana í endurmenntun undanfarin ár. Aðferðin sé ekki kennd eins og er en að það hafi staðið til. Verið sé að bíða eftir nýjum verklagsreglum sem eftir eigi að samþykkja.vísir/vilhelm
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. 31. janúar 2019 16:46 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59
Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57
Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55
Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. 31. janúar 2019 16:46
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent