Barn síns tíma Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 07:00 Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun