Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði? Aðalsteinn Eymundsson og Páll Friðriksson skrifar 23. október 2019 07:30 Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun