Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2019 11:28 Fjöldi lögreglumanna tróð sér inn í lítinn dómsal til að styðja Bjarna Ólaf (í forgrunni í grárri peysu með gulri rönd) í morgun. Vísir/Kjartan Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent