Vilja nýta glatorku frá Elkem Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Mögulegt er að endurheimta 70-80 MW af varmaorku sem fer til spillis við framleiðsluna. Fréttablaðið/Anton Brink Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent