Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Leví Gunnarsson tókust á um veggjöld í morgun. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira