Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 15:58 Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra tæplega ellefu hundruð reglugerða sem nú hafa verið felldar úr gildi. Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott Stjórnsýsla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott
Stjórnsýsla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira