Hamingjusömustu Íslendingarnir yfir 65 ára með háar tekjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 20:00 Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira