Hamingjusömustu Íslendingarnir yfir 65 ára með háar tekjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 20:00 Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira