Hamingjusömustu Íslendingarnir yfir 65 ára með háar tekjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 20:00 Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira