Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 20:50 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi vefverslunarinnar Boxins. Hann rekur einnig verslanir undir merkjum Super 1 á Íslandi. Mynd/Samsett Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“ Neytendur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“
Neytendur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira