Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 20:50 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi vefverslunarinnar Boxins. Hann rekur einnig verslanir undir merkjum Super 1 á Íslandi. Mynd/Samsett Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“ Neytendur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“
Neytendur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira