Tal um veikingu eftirlits með samkeppni sé ósannfærandi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2019 06:00 Samkeppniseftirlitið hefur lagst gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum fbl/pjetur „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira