Ekki alveg sami fullnaðarsigurinn gegn Skúla Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 19:41 Sigmar bíður fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrasumar þegar aðalmeðferð málsins fór fram. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag að hluta dóm héraðsdóms í máli Stemmu hf., fyrirtækis Skúla Gunnars Sigfússonar, gegn Sigmari Vilhjálmssyni og félaginu Sjarmi og garmi. Sigmar sagði í samtali við Vísi í dag að dómurinn væri „ekki alveg þessi fullnaðarsigur og fékkst í héraði.“ Sigmar stefndi Skúla, fyrrverandi viðskiptafélaga sínum sem gjarnan er kenndur við Subway, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. Stefnan beinist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Með dómi héraðsdóms í málinu í júní í fyrra var ógilt ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm í þeim þætti málsins er sneri að lóð númer 12 í dag. Þá var Stemmu hf. gert að greiða Sjarmi og garmi ehf. og Sigmari Vilhjálmssyni samtals fimm milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Kæmi ekki á óvart ef Skúli áfrýjaði Sigmar sagði í samtali við Vísi í dag eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hann hefði unnið málið. Enn væru þó eftir einhver álitamál. „Þetta var ekki alveg þessi fullnaðarsigur og fékkst í héraði. En engu að síður, búið að staðfesta það aftur nú fyrir Landsrétti að ákvörðun hluthafafundar var ótilhlýðileg.“ Þá sagðist Sigmar eiga eftir að lesa alveg í gegnum dóminn.Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway.„Hann var ekki nógu afgerandi og skýr þannig að það kæmi mér ekki á óvart að Skúli muni áfrýja þessu máli. Honum er gert að greiða málskostnað.“ Nú væri samt sem áður léttir að hafa klárað þennan hluta málsins og þess óskandi að hinni löngu vegferð lyki. „Á sama tíma og maður er ánægður með það að fá staðfestingu á því að ég var ekki að fara með rangt mál harmar maður það að hafa þurft að leggja í þessa vegferð með málið. Að þurfa að standa í því. Það er harmur í því,“ sagði Sigmar. „Auðvitað vona ég að menn hætti nú þessari vegferð og setjist niður og klári málið eins og menn. Það væri mikill léttir fyrir alla sem tengjast málinu.“ Sigmari neitað um greiðslu vegna vinnu sinnar Í dómi Landsréttar sem birtur var á vef dómstólanna í dag er rakið hvernig Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á umræddum hluthafafundi 2016 var svo lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“Í dómi Landsréttar segir að fyrir liggi að hagsmunir Stemmu, og þar með Sjarms og garms, hafi m.a. falist í því að starfsemi Lava-setursins myndi dafna. Ekki verði dregið í efa að Skúli hafi sett þessa hagsmuni í öndvegi, þótt ekki veðri litið fram hjá tengslum hans við Fox ehf. Félag Skúla hafi þó einnig haft hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir þau lóðarréttindi sem félagið hafði aflað sér og þá undirbúnings-, markaðs- og þróunarvinnu sem Sigmar og fleiri höfðu lagt af mörkum. Ekki verði litið fram hjá því að í félög í eigu Skúla höfðu fengið greitt fyrir vinnu í þágu Stemmu en Sigmari hafði verið neitað um að félög í hans eigu fengju greidda reikninga vegna vinnu hans. Skúli sýknaður í máli lóðar númer 14 Þegar allt komi til alls taldi dómurinn þó að Sigmar hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun hluthafafundarins um að selja Fox lóðaréttindi og annað sem tengdist lóðinni að Austurvegi 14 hafi verið til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“ Aðrar málsástæður Sigmars og Sjarms og garms til stuðnings kröfu um ógildingu ákvörðunar hluthafafundarins er varðaði Austurveg 14 þóttu ekki á rökum reistar. Ekki var því fallist á þann hluta kröfunnar og var félag Skúla því sýknað af þeim hluta málsins er varðaði Austurveg 14. Með vísan til niðurstöðu mats um verðmæti lóðaréttinda að Austurvegi 12 þótti Sigmar þó hafa sýnt nægilega fram á að þau hafi verið seld á verulegu undirverði á sínum tíma. Dómurinn féllst þannig á kröfu Sigmars um að ákvörðun hluthafafundarins um söluna á þeirri lóð verði ógilt. Dómsmál Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. 25. júní 2018 14:00 Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag að hluta dóm héraðsdóms í máli Stemmu hf., fyrirtækis Skúla Gunnars Sigfússonar, gegn Sigmari Vilhjálmssyni og félaginu Sjarmi og garmi. Sigmar sagði í samtali við Vísi í dag að dómurinn væri „ekki alveg þessi fullnaðarsigur og fékkst í héraði.“ Sigmar stefndi Skúla, fyrrverandi viðskiptafélaga sínum sem gjarnan er kenndur við Subway, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. Stefnan beinist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Með dómi héraðsdóms í málinu í júní í fyrra var ógilt ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm í þeim þætti málsins er sneri að lóð númer 12 í dag. Þá var Stemmu hf. gert að greiða Sjarmi og garmi ehf. og Sigmari Vilhjálmssyni samtals fimm milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Kæmi ekki á óvart ef Skúli áfrýjaði Sigmar sagði í samtali við Vísi í dag eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hann hefði unnið málið. Enn væru þó eftir einhver álitamál. „Þetta var ekki alveg þessi fullnaðarsigur og fékkst í héraði. En engu að síður, búið að staðfesta það aftur nú fyrir Landsrétti að ákvörðun hluthafafundar var ótilhlýðileg.“ Þá sagðist Sigmar eiga eftir að lesa alveg í gegnum dóminn.Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway.„Hann var ekki nógu afgerandi og skýr þannig að það kæmi mér ekki á óvart að Skúli muni áfrýja þessu máli. Honum er gert að greiða málskostnað.“ Nú væri samt sem áður léttir að hafa klárað þennan hluta málsins og þess óskandi að hinni löngu vegferð lyki. „Á sama tíma og maður er ánægður með það að fá staðfestingu á því að ég var ekki að fara með rangt mál harmar maður það að hafa þurft að leggja í þessa vegferð með málið. Að þurfa að standa í því. Það er harmur í því,“ sagði Sigmar. „Auðvitað vona ég að menn hætti nú þessari vegferð og setjist niður og klári málið eins og menn. Það væri mikill léttir fyrir alla sem tengjast málinu.“ Sigmari neitað um greiðslu vegna vinnu sinnar Í dómi Landsréttar sem birtur var á vef dómstólanna í dag er rakið hvernig Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á umræddum hluthafafundi 2016 var svo lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“Í dómi Landsréttar segir að fyrir liggi að hagsmunir Stemmu, og þar með Sjarms og garms, hafi m.a. falist í því að starfsemi Lava-setursins myndi dafna. Ekki verði dregið í efa að Skúli hafi sett þessa hagsmuni í öndvegi, þótt ekki veðri litið fram hjá tengslum hans við Fox ehf. Félag Skúla hafi þó einnig haft hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir þau lóðarréttindi sem félagið hafði aflað sér og þá undirbúnings-, markaðs- og þróunarvinnu sem Sigmar og fleiri höfðu lagt af mörkum. Ekki verði litið fram hjá því að í félög í eigu Skúla höfðu fengið greitt fyrir vinnu í þágu Stemmu en Sigmari hafði verið neitað um að félög í hans eigu fengju greidda reikninga vegna vinnu hans. Skúli sýknaður í máli lóðar númer 14 Þegar allt komi til alls taldi dómurinn þó að Sigmar hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun hluthafafundarins um að selja Fox lóðaréttindi og annað sem tengdist lóðinni að Austurvegi 14 hafi verið til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“ Aðrar málsástæður Sigmars og Sjarms og garms til stuðnings kröfu um ógildingu ákvörðunar hluthafafundarins er varðaði Austurveg 14 þóttu ekki á rökum reistar. Ekki var því fallist á þann hluta kröfunnar og var félag Skúla því sýknað af þeim hluta málsins er varðaði Austurveg 14. Með vísan til niðurstöðu mats um verðmæti lóðaréttinda að Austurvegi 12 þótti Sigmar þó hafa sýnt nægilega fram á að þau hafi verið seld á verulegu undirverði á sínum tíma. Dómurinn féllst þannig á kröfu Sigmars um að ákvörðun hluthafafundarins um söluna á þeirri lóð verði ógilt.
Dómsmál Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. 25. júní 2018 14:00 Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28
Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34
„Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15
Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. 25. júní 2018 14:00
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50