„Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 19:15 Ástrós varð ástfangin af Bjarka þegar hún var 16 ára gömul. Hún þurfti að kveðja hann á þessu ári eftir erfið veikindi. Mynd úr einkasafni Bjarki barðist við krabbamein í sjö ár og stóð Ástrós Rut þétt við hans hlið allan tímann. Bjarki lést í júní á þessu ári aðeins 32 ára gamall. Ástrós sagði frá lífi sínu sem 31 árs ekkja og einstæð móðir í einlægu viðtali hjá Sindra Sindrasyni í Ísland í dag. Þar ræðir hún meðal annars kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. „Síðustu dagana í hans lífi áttum við að fara út til Spánar. Stjúppabbi minn var að fara að fagna fimmtugsafmælinu sínu og bauð okkur út en við ákváðum að hann myndi ekki fara. Ég var búin að ákveða að fara ekki heldur þar sem að hann var orðinn svo veikur en hann eiginlega bara þrýsti á mig, sagði mér að ég ætti að fara út, að ég ætti það skilið og ég þyrfti að hlaða batteríin til þess að geta tekist á við það sem við vorum að takast á við, það verkefni sem við vorum að fara í,“ segir Ástrós um dagana áður en Bjarki kvaddi. Ástrós fór til Spánar ásamt Emmu Rut dóttur þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum en eftir stuttan tíma fékk hún símtal frá lækni Bjarka. „Þar sem hann tjáði mér að lifrin hans væri hætt að starfa og ég þyrfti að koma heim,“ útskýrir Ástrós. „Þetta var símtal sem ég bjóst við, ég vonaði að ég myndi ekki fá þetta símtal, að ég myndi ná að vera með honum eitthvað aðeins. Ég kastaði öllu frá mér, tók bleyjur og barnið og vegabréfið og bróðir minn og ég hljóp út.“ Þau fóru upp á flugvöll og tóku tvö flug heim til Íslands, með millilendingu í París á leiðinni.„Ég náði að vera hjá honum þegar ég kvaddi, hann var bara í fanginu á mér og þetta var yndisleg stund. Ég þakkaði honum fyrir allt sem að við höfum upplifað saman, ég þakkaði fyrir ástina og allt sem að hann hefur gefið mér. Hann kvaddi í örmum mínum og þetta var ein fallegasta og sorglegasta stund sem ég hef upplifað á ævi minni.“Í spilaranum má sjá viðtal Ísland í dag við Ástrós í heild sinni. „Ég elska þig“ Bjarki var ekki með meðvitund þegar Ástrós kom til landsins, en þau töluðu saman í gegnum Facetime áður en hún lagði af stað heim. „Hann var ekki alveg viss hvað var í gangi, vissi ekki alveg hvað væri að gerast. Hann var pínu ringlaður en náði samt að tala við mig og stuttu seinna þá missir hann meðvitund.“ Þá var Ástrós á leið út á flugvöllinn. „Ég elska þig“ var það síðasta sem Bjarki sagði við Ástrós áður en þau kvöddust. Þau börðust saman við krabbameinið í sjö ár en Ástrós segir að hún hafi syrgt Bjarka í þrjú ár eftir að ljóst var hvernig myndi fara. „Þarna var ég 27 ára gömul og lendi bara á krossgötum í lífinu. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég ekki viss hvort ég gæti þetta og hvort að ég gæti farið í þetta stóra verkefni að í rauninni að vera að hjúkra manninum mínum þangað til hann deyr. Að fara bara í þetta hlutverk, að vera þessi caregiver, hjúkrunarkona eða hvað sem þetta var. Ég vissi ekki hvaða hlutverk þetta var, að ég ætti bara að sjá um hann og fórna öllu öðru. Fórna samlífinu, fórna því að eiga eðlilegt líf.“Stöð 2Á þessum tíma áttu Bjarki og Ástrós ekki barn og var þetta flókin staða. „Ég átti mjög skrítnar hugsanir á þessum tíma, ég þurfti að flytja í mömmu í nokkrar vikur til þess að ákveða mig hvað ég ætti að gera en svo bara tók ég ákvörðun. Ég fann það bara að þetta var sálufélagi minn, að þetta var sálufélaginn minn og þetta var maðurinn sem ég vildi halda áfram að vera með. Mér var orðið slétt sama um hvernig okkar ástand var og hvernig aðstæðurnar voru, ég vildi bara vera með honum.“ Ástrós segir að þrátt fyrir allt hafi þau átt dásamlegan tíma saman. Parið gifti sig og fjölluðum við um draumabrúðkaupið þeirra hér á Vísi. „Þetta var bara ekkert mál af því að ég var búin að taka þessa ákvörðun. Það var engin eftirsjá, þarna var ég bara búin að ákveða þetta og mér leið svo vel í hjartanu af því að ég vissi að ég hefði tekið rétta ákvörðun.“Stöð 2Fyrstu vikurnar í móðu Hún segir að þó að það hafi verið ljóst í hvað stefndi, hafi áfallið verið mikið þegar dagurinn kom. „Ég var ekki að trúa þessu, ég var bara ekki að ná því að hann væri farinn, mér fannst einhvern vegin að… ég var bara ekki að skilja að maðurinn minn væri farinn. Af því að hann var búinn að vera veikur svo lengi að maður var einhvern veginn vanur því, maður hélt einhvern veginn að hann væri ódauðlegur.“ Ástrós segir að hún hafi haldið að hann yrði bara veikur í mörg ár í viðbót eða jafnvel myndi batna. En svo fór ekki. „Fyrstu vikurnar voru mjög mikið í móðu en vinkonur mínar komu hingað á morgnanna með morgunmat og fjölskyldan var mjög mikið hjá mér. Ég á svo dásamlegt fólk að og verð alltaf þakklát fyrir það.“ Jarðaförin hafði áður verið ákveðin og segir Ástrós mikilvægt að fólk í þessari stöðu ræði saman um hvað aðilinn sem er að deyja vill, svo það verði ekki deiluefni hjá þeim sem eftir eru. Ástrós er þakklát fyrir að hafa eignast dóttur með Bjarka, en Emma Rut varð eins árs í síðasta mánuði.„Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Ég væri á mun verri stað, ég væri örugglega svolítið að drekkja mínum sorgum myndi ég halda, einhvers staðar á botninum og væri mjög ósátt.“ Ástrós segir að Emma Rut hafi haldið henni á tánum síðan að Bjarki lést. Fyrir foreldra Bjarka er þessi litla stúlka líka mikil himnasending. „Ég þarf að vakna á morgnanna og ég þarf að sinna henni. Mér líður svo miklu betur að vita til þess að Bjarki lifir áfram í gegnum hana.“Stöð 2Fósturmissirinn mikill skellur Ástrós er ung kona með drauma og ræddi hún þessi mál við Bjarka áður en hann dó. „Ég er búin að finna vel fyrir því síðustu vikur að mér langar að halda áfram með mitt líf.“ Þegar Ástrós og Bjarki voru saman í viðtali í Ísland í dag í nóvember á síðasta ári. Þar sagði Bjarki meðal annars.Sjá einnig: „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Þá ræddu þau meðal annars það að þeim langaði í systkini fyrir Emmu og að Ástrós ætti erfitt með að sætta sig við að það yrði kannski ekki neitt úr því.„Af því að mig langaði virkilega í tvö börn. Í apríl varð ég ófrísk aftur, við fórum í gegnum aðra glasafrjóvgun, en svo missti ég fóstur og það var skellur. Mikill skellur af því að við vorum að falla á tíma. Ég átti að fara í aðra uppsetningu 3. júlí en hann deyr síðan 27. júní. Þetta var hlutur sem ég þurfti að taka með inn í mína sorg, ég þurfti að sætta mig við þetta, plús það að maðurinn minn væri látinn.“ Ástrós segir að þetta hafi verið erfitt en hún hafi einfaldlega þurft að sætta sig við það sem hún gæti ekki fengið breytt. „Svona er bara staðan, þú þarft bara að lifa með þessu og halda áfram.“ Hún ákvað því að þegar hún yrði tilbúin, myndi hún finna sér nýjan mann, gifta sig aftur og eignast með honum börn. „Vegna þess að hjarta mitt segir mér að ég þurfi fjölskyldu til þess að lifa af.“ Ástrós segir að Bjarki hafi alveg vitað að hún myndi finna sér nýjan mann, hvort sem það yrði eftir eitt ár eða tíu ár.Stöð 2Stóra ástin í hennar lífi Ástrós segir að það séu einhverjar reglur í gildi um ekkjur og ekkla sem enginn veit hver skrifaði. „Til dæmis bara með það hvenær má ég fara á djammið? Hvenær má ég fá mér í glas? Hvenær má ég fara í sleik? Hvenær má ég sofa hjá? Á ég að gera það eftir ár eða fimm ár eða má ég gera það í dag?“ Hún segir að það sé sérstakt að þurfa að fara eftir reglum sem enginn hafi sett, en allir skilji þó hvað hún er að tala um. „Mér finnst að þegar þú ert tilbúin til að fara á djammið með vinum eða vinkonum, ef að þú ert að gera það af því að þig langar til þess, en ekki af því að þú ert bugaður af sorg, þá skaltu fara. Ekki vera að pæla í því hvað samfélaginu finnst, ekki vera að pæla í því hvað öðrum finnst. Þegar þú ert tilbúin til að gera það, þá skaltu bara fara og gera það. Farðu niður í bæ og skemmtu þér vel, farðu á bókasafnið og pikkaðu einhvern upp, bara gerðu það sem þér sýnist. Það er enginn annar sem getur sagt þér hvað þú vilt eða hvað þú þarft.“ Sjálf segist hún ekki tilbúin en segir að sú stund muni þó koma. „Ég er svo heppin að eiga yndislega tengdafjölskyldu, ég er ekki bara tengdadóttir þeirra ég er dóttir þeirra og náttúrulega verð þannig alltaf. Við eigum hana saman og eigum þessi bönd saman þannig að við munum alltaf vera í góðu bandi. En jú þetta er örugglega erfitt fyrir þau.“ Hún segir að hún sé samt aldrei að fara að gleyma Bjarka syni þeirra.„Hann er stóra ástin í lífi mínu, hann er æskuástin mín. Ég er búin að vera ástfangin af honum síðan ég var 16 ára gömul, ég er aldrei að fara að gleyma honum og ég mun alltaf búa að þessum minningum og hann hefur mótað mig í manneskjuna sem ég er í dag. Þannig að partur af honum lifir ennþá inni í mér.“ Stöð 2Lætur ekkert stoppa sig Ástrós segir að tengdafjölskyldan muni alltaf verða hluti af hennar lífi. „Það er eitt að missa makann sinn, en að lifa af börnin sín er bara ónáttúrulegt og það er eitthvað sem ég mun aldrei getað skilið þannig að þeirra staða er bara á einhverju allt öðru leveli. Þess vegna var það bara mjög mikilvægt að við myndum eignast barn, að Bjarki myndi lifa áfram í henni. Að hann myndi skilja eitthvað eftir sig, líka fyrir þau. Þau skildu það alveg að ég myndi vilja halda áfram með mitt líf, að ég myndi eignast einhvern tímann annan maka. Þau bara báðu um að fá að vera áfram í okkar lífi og ég eiginlega bara hló af því að mér datt ekkert annað í hug.“ Ástrós er bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir allt. „Heldur betur, ég veit alveg hvað ég vil. Ég er ákveðin ung kona og ég læt ekkert stoppa mig í leit minni að hamingju. Með þessa dásemd hérna hjá mér þá verður þetta ekkert mál en ég ætla svo sannarlega að lifa mínu lífi áfram.“ Ísland í dag Tengdar fréttir Bjarki Már Sigvaldason látinn Bjarki Már Sigvaldason lést á fimmtudag aðeins 32 ára að aldri eftir sjö ára baráttu við krabbamein. 29. júní 2019 20:52 Fengu góðar fréttir eftir draumabrúðkaupið: „Æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað“ Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason hittu lækni eftir brúðkaupsferðina sína að og fengu þær fréttir að krabbameinslyf Bjarka sé að virka. 18. ágúst 2017 10:15 „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að nú sé ekkert við ráðið og hann eigi stutt eftir. 19. nóvember 2018 20:00 Meira en hálf milljón safnaðist á leik í 3.deildinni 3.deildarliðin KV og Kórdrengir slógu tvær flugur í einu höggi og létu gott af sér leiða þegar liðin mættust á dögunum. 2. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Bjarki barðist við krabbamein í sjö ár og stóð Ástrós Rut þétt við hans hlið allan tímann. Bjarki lést í júní á þessu ári aðeins 32 ára gamall. Ástrós sagði frá lífi sínu sem 31 árs ekkja og einstæð móðir í einlægu viðtali hjá Sindra Sindrasyni í Ísland í dag. Þar ræðir hún meðal annars kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. „Síðustu dagana í hans lífi áttum við að fara út til Spánar. Stjúppabbi minn var að fara að fagna fimmtugsafmælinu sínu og bauð okkur út en við ákváðum að hann myndi ekki fara. Ég var búin að ákveða að fara ekki heldur þar sem að hann var orðinn svo veikur en hann eiginlega bara þrýsti á mig, sagði mér að ég ætti að fara út, að ég ætti það skilið og ég þyrfti að hlaða batteríin til þess að geta tekist á við það sem við vorum að takast á við, það verkefni sem við vorum að fara í,“ segir Ástrós um dagana áður en Bjarki kvaddi. Ástrós fór til Spánar ásamt Emmu Rut dóttur þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum en eftir stuttan tíma fékk hún símtal frá lækni Bjarka. „Þar sem hann tjáði mér að lifrin hans væri hætt að starfa og ég þyrfti að koma heim,“ útskýrir Ástrós. „Þetta var símtal sem ég bjóst við, ég vonaði að ég myndi ekki fá þetta símtal, að ég myndi ná að vera með honum eitthvað aðeins. Ég kastaði öllu frá mér, tók bleyjur og barnið og vegabréfið og bróðir minn og ég hljóp út.“ Þau fóru upp á flugvöll og tóku tvö flug heim til Íslands, með millilendingu í París á leiðinni.„Ég náði að vera hjá honum þegar ég kvaddi, hann var bara í fanginu á mér og þetta var yndisleg stund. Ég þakkaði honum fyrir allt sem að við höfum upplifað saman, ég þakkaði fyrir ástina og allt sem að hann hefur gefið mér. Hann kvaddi í örmum mínum og þetta var ein fallegasta og sorglegasta stund sem ég hef upplifað á ævi minni.“Í spilaranum má sjá viðtal Ísland í dag við Ástrós í heild sinni. „Ég elska þig“ Bjarki var ekki með meðvitund þegar Ástrós kom til landsins, en þau töluðu saman í gegnum Facetime áður en hún lagði af stað heim. „Hann var ekki alveg viss hvað var í gangi, vissi ekki alveg hvað væri að gerast. Hann var pínu ringlaður en náði samt að tala við mig og stuttu seinna þá missir hann meðvitund.“ Þá var Ástrós á leið út á flugvöllinn. „Ég elska þig“ var það síðasta sem Bjarki sagði við Ástrós áður en þau kvöddust. Þau börðust saman við krabbameinið í sjö ár en Ástrós segir að hún hafi syrgt Bjarka í þrjú ár eftir að ljóst var hvernig myndi fara. „Þarna var ég 27 ára gömul og lendi bara á krossgötum í lífinu. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég ekki viss hvort ég gæti þetta og hvort að ég gæti farið í þetta stóra verkefni að í rauninni að vera að hjúkra manninum mínum þangað til hann deyr. Að fara bara í þetta hlutverk, að vera þessi caregiver, hjúkrunarkona eða hvað sem þetta var. Ég vissi ekki hvaða hlutverk þetta var, að ég ætti bara að sjá um hann og fórna öllu öðru. Fórna samlífinu, fórna því að eiga eðlilegt líf.“Stöð 2Á þessum tíma áttu Bjarki og Ástrós ekki barn og var þetta flókin staða. „Ég átti mjög skrítnar hugsanir á þessum tíma, ég þurfti að flytja í mömmu í nokkrar vikur til þess að ákveða mig hvað ég ætti að gera en svo bara tók ég ákvörðun. Ég fann það bara að þetta var sálufélagi minn, að þetta var sálufélaginn minn og þetta var maðurinn sem ég vildi halda áfram að vera með. Mér var orðið slétt sama um hvernig okkar ástand var og hvernig aðstæðurnar voru, ég vildi bara vera með honum.“ Ástrós segir að þrátt fyrir allt hafi þau átt dásamlegan tíma saman. Parið gifti sig og fjölluðum við um draumabrúðkaupið þeirra hér á Vísi. „Þetta var bara ekkert mál af því að ég var búin að taka þessa ákvörðun. Það var engin eftirsjá, þarna var ég bara búin að ákveða þetta og mér leið svo vel í hjartanu af því að ég vissi að ég hefði tekið rétta ákvörðun.“Stöð 2Fyrstu vikurnar í móðu Hún segir að þó að það hafi verið ljóst í hvað stefndi, hafi áfallið verið mikið þegar dagurinn kom. „Ég var ekki að trúa þessu, ég var bara ekki að ná því að hann væri farinn, mér fannst einhvern vegin að… ég var bara ekki að skilja að maðurinn minn væri farinn. Af því að hann var búinn að vera veikur svo lengi að maður var einhvern veginn vanur því, maður hélt einhvern veginn að hann væri ódauðlegur.“ Ástrós segir að hún hafi haldið að hann yrði bara veikur í mörg ár í viðbót eða jafnvel myndi batna. En svo fór ekki. „Fyrstu vikurnar voru mjög mikið í móðu en vinkonur mínar komu hingað á morgnanna með morgunmat og fjölskyldan var mjög mikið hjá mér. Ég á svo dásamlegt fólk að og verð alltaf þakklát fyrir það.“ Jarðaförin hafði áður verið ákveðin og segir Ástrós mikilvægt að fólk í þessari stöðu ræði saman um hvað aðilinn sem er að deyja vill, svo það verði ekki deiluefni hjá þeim sem eftir eru. Ástrós er þakklát fyrir að hafa eignast dóttur með Bjarka, en Emma Rut varð eins árs í síðasta mánuði.„Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Ég væri á mun verri stað, ég væri örugglega svolítið að drekkja mínum sorgum myndi ég halda, einhvers staðar á botninum og væri mjög ósátt.“ Ástrós segir að Emma Rut hafi haldið henni á tánum síðan að Bjarki lést. Fyrir foreldra Bjarka er þessi litla stúlka líka mikil himnasending. „Ég þarf að vakna á morgnanna og ég þarf að sinna henni. Mér líður svo miklu betur að vita til þess að Bjarki lifir áfram í gegnum hana.“Stöð 2Fósturmissirinn mikill skellur Ástrós er ung kona með drauma og ræddi hún þessi mál við Bjarka áður en hann dó. „Ég er búin að finna vel fyrir því síðustu vikur að mér langar að halda áfram með mitt líf.“ Þegar Ástrós og Bjarki voru saman í viðtali í Ísland í dag í nóvember á síðasta ári. Þar sagði Bjarki meðal annars.Sjá einnig: „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Þá ræddu þau meðal annars það að þeim langaði í systkini fyrir Emmu og að Ástrós ætti erfitt með að sætta sig við að það yrði kannski ekki neitt úr því.„Af því að mig langaði virkilega í tvö börn. Í apríl varð ég ófrísk aftur, við fórum í gegnum aðra glasafrjóvgun, en svo missti ég fóstur og það var skellur. Mikill skellur af því að við vorum að falla á tíma. Ég átti að fara í aðra uppsetningu 3. júlí en hann deyr síðan 27. júní. Þetta var hlutur sem ég þurfti að taka með inn í mína sorg, ég þurfti að sætta mig við þetta, plús það að maðurinn minn væri látinn.“ Ástrós segir að þetta hafi verið erfitt en hún hafi einfaldlega þurft að sætta sig við það sem hún gæti ekki fengið breytt. „Svona er bara staðan, þú þarft bara að lifa með þessu og halda áfram.“ Hún ákvað því að þegar hún yrði tilbúin, myndi hún finna sér nýjan mann, gifta sig aftur og eignast með honum börn. „Vegna þess að hjarta mitt segir mér að ég þurfi fjölskyldu til þess að lifa af.“ Ástrós segir að Bjarki hafi alveg vitað að hún myndi finna sér nýjan mann, hvort sem það yrði eftir eitt ár eða tíu ár.Stöð 2Stóra ástin í hennar lífi Ástrós segir að það séu einhverjar reglur í gildi um ekkjur og ekkla sem enginn veit hver skrifaði. „Til dæmis bara með það hvenær má ég fara á djammið? Hvenær má ég fá mér í glas? Hvenær má ég fara í sleik? Hvenær má ég sofa hjá? Á ég að gera það eftir ár eða fimm ár eða má ég gera það í dag?“ Hún segir að það sé sérstakt að þurfa að fara eftir reglum sem enginn hafi sett, en allir skilji þó hvað hún er að tala um. „Mér finnst að þegar þú ert tilbúin til að fara á djammið með vinum eða vinkonum, ef að þú ert að gera það af því að þig langar til þess, en ekki af því að þú ert bugaður af sorg, þá skaltu fara. Ekki vera að pæla í því hvað samfélaginu finnst, ekki vera að pæla í því hvað öðrum finnst. Þegar þú ert tilbúin til að gera það, þá skaltu bara fara og gera það. Farðu niður í bæ og skemmtu þér vel, farðu á bókasafnið og pikkaðu einhvern upp, bara gerðu það sem þér sýnist. Það er enginn annar sem getur sagt þér hvað þú vilt eða hvað þú þarft.“ Sjálf segist hún ekki tilbúin en segir að sú stund muni þó koma. „Ég er svo heppin að eiga yndislega tengdafjölskyldu, ég er ekki bara tengdadóttir þeirra ég er dóttir þeirra og náttúrulega verð þannig alltaf. Við eigum hana saman og eigum þessi bönd saman þannig að við munum alltaf vera í góðu bandi. En jú þetta er örugglega erfitt fyrir þau.“ Hún segir að hún sé samt aldrei að fara að gleyma Bjarka syni þeirra.„Hann er stóra ástin í lífi mínu, hann er æskuástin mín. Ég er búin að vera ástfangin af honum síðan ég var 16 ára gömul, ég er aldrei að fara að gleyma honum og ég mun alltaf búa að þessum minningum og hann hefur mótað mig í manneskjuna sem ég er í dag. Þannig að partur af honum lifir ennþá inni í mér.“ Stöð 2Lætur ekkert stoppa sig Ástrós segir að tengdafjölskyldan muni alltaf verða hluti af hennar lífi. „Það er eitt að missa makann sinn, en að lifa af börnin sín er bara ónáttúrulegt og það er eitthvað sem ég mun aldrei getað skilið þannig að þeirra staða er bara á einhverju allt öðru leveli. Þess vegna var það bara mjög mikilvægt að við myndum eignast barn, að Bjarki myndi lifa áfram í henni. Að hann myndi skilja eitthvað eftir sig, líka fyrir þau. Þau skildu það alveg að ég myndi vilja halda áfram með mitt líf, að ég myndi eignast einhvern tímann annan maka. Þau bara báðu um að fá að vera áfram í okkar lífi og ég eiginlega bara hló af því að mér datt ekkert annað í hug.“ Ástrós er bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir allt. „Heldur betur, ég veit alveg hvað ég vil. Ég er ákveðin ung kona og ég læt ekkert stoppa mig í leit minni að hamingju. Með þessa dásemd hérna hjá mér þá verður þetta ekkert mál en ég ætla svo sannarlega að lifa mínu lífi áfram.“
Ísland í dag Tengdar fréttir Bjarki Már Sigvaldason látinn Bjarki Már Sigvaldason lést á fimmtudag aðeins 32 ára að aldri eftir sjö ára baráttu við krabbamein. 29. júní 2019 20:52 Fengu góðar fréttir eftir draumabrúðkaupið: „Æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað“ Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason hittu lækni eftir brúðkaupsferðina sína að og fengu þær fréttir að krabbameinslyf Bjarka sé að virka. 18. ágúst 2017 10:15 „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að nú sé ekkert við ráðið og hann eigi stutt eftir. 19. nóvember 2018 20:00 Meira en hálf milljón safnaðist á leik í 3.deildinni 3.deildarliðin KV og Kórdrengir slógu tvær flugur í einu höggi og létu gott af sér leiða þegar liðin mættust á dögunum. 2. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason látinn Bjarki Már Sigvaldason lést á fimmtudag aðeins 32 ára að aldri eftir sjö ára baráttu við krabbamein. 29. júní 2019 20:52
Fengu góðar fréttir eftir draumabrúðkaupið: „Æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað“ Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason hittu lækni eftir brúðkaupsferðina sína að og fengu þær fréttir að krabbameinslyf Bjarka sé að virka. 18. ágúst 2017 10:15
„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að nú sé ekkert við ráðið og hann eigi stutt eftir. 19. nóvember 2018 20:00
Meira en hálf milljón safnaðist á leik í 3.deildinni 3.deildarliðin KV og Kórdrengir slógu tvær flugur í einu höggi og létu gott af sér leiða þegar liðin mættust á dögunum. 2. ágúst 2019 08:00