Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum Jón Þórisson skrifar 29. október 2019 08:52 Þorsteinn segir mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá stuðning og ráðgjöf við ráðstefnuhaldið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira