Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum Jón Þórisson skrifar 29. október 2019 08:52 Þorsteinn segir mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá stuðning og ráðgjöf við ráðstefnuhaldið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira