Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 12:02 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar. Vísir/Vilhelm Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01