Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 13:55 Staðan á Reykjalundi er grafalvarleg að mati sálfræðinganna níu sem þar starfa. Vísir/vilhelm Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52