Hægri stjórn? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. október 2019 10:15 Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaramál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun