Lausnir fyrir gerendur Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2019 07:00 Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun