Rúmlega tvær af hverjum tíu íbúðum á Grettisgötu eru skráðar undir heimagistingu. Þá eru slíkar íbúðir flestar á Grettisgötu af öllum götum höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka, sem vísar í tölur frá Heimagistingu.is.
Þegar horft er til heimilisfangs skráðrar heimagistingar innan Reykjavíkur kemur í ljós að þær eru flestar á Grettisgötu eða 21 talsins. Við Grettisgötu eru 100 íbúðir skráðar samkvæmt Þjóðskrá og er hlutfall íbúða í götunni með skráða heimagistingu því ansi hátt eða 21%.
Í greiningu Íslandsbanka er þess sérstaklega getið að skráningin sé vanmat á þeim fjölda íbúða sem eru notaðar í sama tilgangi og skráð heimagisting. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til að mynda áætlað í byrjun árs að um helmingur skammtímaleigu hér á landi færi enn fram án tilskilinna leyfa eða skráningar.
„Þó að svört starfsemi útleigu til útlendinga hafi minnkað er hún enn þá talsverð. […] Því er óhætt að áætla að hlutfall íbúða í leigu til ferðamanna á Grettisgötu sé í raunhærra en 21%. 15 vinsælustu götur Reykjavíkur fyrir skráða heimagistingu telja samtals um 200 skráningar, eða um eina af hverjum fimm skráðum heimagistingum í Reykjavík.“
Grettisgata drottnari heimagistingarinnar

Tengdar fréttir

Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum
Fleiri en tvö þúsund hótelherbergi koma líklega inn á markaðinn á næstu árum. Gistinóttum hefur fjölgað hjá hótelum en fækkað á vefsíðum á borð við Airbnb.

Skráning á markað orðin fýsilegri
Samdráttur í lánveitingum og íbúðafjárfestingu getur beint fjármagni inn á hlutabréfamarkað. Þannig verður skráning á markað fýsilegur kostur fyrir smærri fyrirtæki. Ísland að verða eina Norðurlandaþjóðin sem hefur ekki tekið upp svokallaða sparifjárreikninga.

Skýrari verðframsetning á Airbnb
Á vef Neytendastofu er vakin athygli á fréttatilkynningu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem hefur verið gert við Airbnb.