Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2019 13:48 Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum. Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira