Köfun í Silfru: Dæmi um sjálfbæra samvinnu þjóðgarða og ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. október 2019 16:00 Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Þingvellir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Köfun í Silfru er fjórða besta ferðaupplifun heims, samkvæmt notendum Tripadvisor, og er þar í hópi með heimsókn í söfn Vatíkansins og öðrum heimsþekktum áfangastöðum. Silfra hefur einnig ítrekað verið nefnd einn af bestu köfunarstöðum í heiminum af köfunartímaritum. Ekkert bendir til þess að köfun í Silfru hafi neins konar áhrif á stöðu Þingvallaþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, enda hefur formaður Þingvallanefndar bent á að köfunin sé innan sjálfbærra marka. Samstarf Þingvallaþjóðgarðs og köfunarfyrirtækjanna hefur einnig verið með ágætum t.d. hvað varðar aukið öryggi gesta og tryggingu þess að gestir hljóti sem besta upplifun af heimsókn í Silfru. Það eru markmið sem eru öllum sameiginleg sem á svæðinu starfa. Hvað varðar ábendingar um að betur væri hægt að standa að skipulagi við Silfru hefur komið fram að þjóðgarðurinn áformar að bæta þar verulega úr með gerð aðstöðu fyrir köfunarfyrirtæki uppi á Hakinu þannig að minnka megi bæði álag og ásýnd við Silfru sjálfa. Samtök ferðaþjónustunnar hafa fagnað þessum áformum sem geta bætt bæði upplifun gesta í köfun og aðstöðu fyrirtækjanna sem og almenna upplifun annarra gesta á svæðinu. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samofin Um allan heim eru þjóðgarðar meðal mest sóttu ferðamannastaða í hverju landi, ekki síst af þeirri ástæðu að þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri og upplifun af ýmsu tagi sem ástæða hefur þótt til að varðveita sérstaklega. Og alls staðar í heiminum stunda ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi af ýmsu tagi innan þeirra til að gefa ferðamönnum tækifæri til að upplifa allt það sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallaþjóðgarður tekur skilyrði heimsminjaskráningar UNESCO mjög alvarlega og fullyrða má að fáir hér á landi hafi betri þekkingu á heimsminjamálum en núverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þó vissulega þurfi ætíð að horfa til þess hvernig megi bæta úr því sem betur má fara í starfsemi innan þjóðgarða eru vangaveltur um að köfun í Silfru trufli heimsminjastöðu Þingvalla á einhvern hátt úr lausu lofti gripnar. Benda má á að heimsóknir ferðamanna að Jökulsárlóni og siglingar á lóninu höfðu ekki hamlandi áhrif á nýlega skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þó eru ýmis vandkvæði varðandi skipulag og aðgengi á því svæði vel þekkt, sem Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að mikilvægum úrbótum á, m.a. með tillögu um nýtt deiliskipulag. Hér á landi hafa sértekjur þjóðgarða vaxið mikið með auknum straumi ferðamanna og í ár eru sértekjur Þingvallaþjóðgarðs áætlaðar um 600 milljónir króna. Þar af má áætla að beinar tekjur Þingvallaþjóðgarðs af köfun í Silfru muni nema um 80 milljónum króna, en hver gestur greiðir þjónustugjald til þjóðgarðsins fyrir köfunina. Þeir fjármunir nýtast m.a. til uppbyggingar innviða og varðveislu. Til samanburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til þjóðgarðsins á fjárlögum 2019 nema um 355 milljónum króna og framlög ferðamanna til þjóðgarðsins eru því nærri tvöföld framlög ríkisins.Göngum vel um þjóðgarðana í orði og æði Þjóðgarðar okkar Íslendinga geyma sjóð einstakrar náttúru og upplifunar fyrir alla sem heimsækja þá og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn er því að sjálfsögðu mikið. Þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru óhjákvæmilega þétt samofin um allan heim og reynslan sýnir að góð samvinna milli aðila skilar bæði og góðri upplifun bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og nauðsynlegri varðveislu náttúru og minja. Samtök ferðaþjónustunnar leggja enda mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við þjóðgarðana og góða samvinnu um úrlausnarefni. Sú staðreynd að Íslendingar státa nú af tveimur þjóðgörðum á heimsminjaskrá UNESCO sýnir hversu einstakan fjársjóð við höfum að bjóða gestum að upplifa, og á sama tíma hversu mikilvægt er fyrir alla sem að koma að vinna saman að sjálfbærri og skynsamlegri uppbyggingu þeirra. Köfun í Silfru er frábært dæmi um magnaða náttúruupplifun sem við Íslendingar getum boðið gestum okkar, í stórkostlegu og einstöku umhverfi, þar sem bæði þjóðgarðurinn og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu leggja í sameiningu mikið upp úr öryggi gesta og sjálfbærni starfseminnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nálgast umræðu um Silfru og önnur einstök viðfangsefni þjóðgarða og ferðaþjónustu á faglegan og yfirvegaðan hátt.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun