Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2019 20:30 Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“ Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“
Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu