Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:12 Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira