Játuðu að hafa komið til Íslands til að selja fíkniefni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 19:30 Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira