Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 09:03 Sýrlenskar hersveitir studdar af Tyrkjum vinna nú að landvinningum á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AP Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38