Var ekki kominn út fyrir vængendann þegar vélin var orðin alelda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. október 2019 18:30 Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir ótrúlegt í raun hvað hann slasaðist lítið og kraftaverk að hann sé enn á lífi. Um miðjan september fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að neyðarsendir lítillar flugvélar hefði farið í gang við Móskarðshnjúka. Skömmu síðast barst svo tilkynning frá vegfaranda um að svartur reyki stigi til himins frá svæðinu nærri þeim stað þaðan sem neyðarboðin bárust. Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað en í ljós kom að lítil flugvél hafði brotlent á Skálfellsöxl. Um borð var Birgir Steinar Birgisson, flugmaður, sem með ótrúlegum hætti komst lífs af frá slysinu. „Þegar ég átta mig á því að ég er að fara í jörðina lokaði ég bara augunum rétt fyrir höggið. Ég hélt að þetta væri bara búið,“ segir Birgir. Birgir segir að hann hafi ekki verið lengi á flugi þegar slysið varð, kannski um tíu mínútur. Við brotlendinguna missti hann aldrei meðvitund. „Sem betur fer því ég væri líklega ekki hérna.“ Við höggið þegar flugvélin lenti á jörðinni rifnaði annar vængurinn af og eldur kom upp. „Ég opna augun. Sé strax að hnéð er mjög opið, er stórslasaður þar. Það kemur svartur reykur upp úr mótornum og þá lít ég strax til hægri, hurðin er þar, þá hafði vængurinn dottið af og lokaði alveg fyrir mig að komast út. Ég skynja einhvern reyk eða eld þar og lít strax til vinstri, þar er glugginn og ég sé að hann er farinn úr, þannig að ég spenni mig strax úr beltinu, tek með höndum í karminn og spyrni mér út,“ segir Birgir. Hann segir að einungis sekúndur hefðu skipt því að mun verr hefði getað farið. „Ég rétt kem út, þreifa eftir símanum mínum. Finn hann ekki, horfi inn í vél í eina, tvær sekúndur, kem mér í burtu og ég er ekki kominn út fyrir væng endann þegar hún er bara alelda.“ Mikið slasaður ákvað Birgir að bíða björgunar nærri flakinu í ljósi þess að neyðarsendir vélarinnar ætti að fara sjálfkrafa í gang en að auki myndi reykur frá vélinni auðvelda björgunaraðilum að komast til hans. Þegar hann áttar sig á því að þyrla frá ferðaþjónustuaðila, sem hafði verið fenginn til að fljúga yfir vettvang hafi ekki séð reykinn læddist grunur að honum að neyðarsendirinn hafi jafnvel ekki farið í gang. „Þá stend ég upp, geng af stað og þá finnst mér eins og það sé að leka aðeins blóð úr hnénu á mér. Þannig að ég fer úr bolnum og bindi hann utan um sárið og reyni að loka því þannig.“ Þannig gekk Birgir um kílómetra leið frá flakinu í átt að Skálafelli. Á sama tíma var mikið lið björgunarliðs á leið á vettvang, meðal annars þyrla Landhelgisgæslunnar. Andri Jóhannesson, flugmaður var í áhöfn þyrlunnar. Hann og Birgir eru góðir vinir en þessum tímapunkti vissi hann ekki að Birgir hefði lent í slysinu. Fyrir lágu upplýsingar um hvaða flugvél væri að ræða og reyndi Andri að grennslast fyrir, á leið í útkallið, hvort Birgir vissi um slysið og reyndi að hringja í hann.Andri var í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem brást við slysinu en þeir Birgir eru góðir vinir.vísir/baldur„Síðan auðvitað svaraði hann ekki, það var slökkt á símanum, sem gerist aldrei hjá honum, hann er alltaf með símann á sér. En ég hugsaði í svona tær sekúndur, ætli hann sé eitthvað tengdur þessu,“ segir Andri. Frá því fyrsta útkall berst og þar til þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið liðu aðeins tuttugu og sex mínútur. Birgir var svo kominn á spítala rétt rúmum fimmtíu mínútum frá því vélin hrapaði til jarðar. Andri segist hafa verið feginn að sjá Birgi koma gangandi á móts við þyrluna. „Feginn að sjá að hann var á lífi. Þetta er bara kraftaverk að hann skuli labba frá þessu.“ Segir Andri. Birgir segir að sjokkið vegna slyssins hafi í raun komið strax. Hann segir hlutina hafa gerst það hratt að ekki hafi gefist tími til að verða hræddur. Samdægurs hafi lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekið af honum skýrslu. Hann segir að vel hafi gengið, síðustu vikur, að vinna sig andlega frá atvikin, meðal annars með aðstoð geðhjúkrunarfræðings sem hefur umsjón með áfallahjálp. Birgir hefur einkaflugmannspróf og hefur þó nokkra reynslu en hann hefur flogið í tíu ár. Þrátt fyrir að hafa lent í aðstæðum sem erfitt er að ímynda sér að vera í ætlar hann sé að fljúga áfram. „Ég er búinn að fara tvisvar sem farþegi og fá að taka í eins og flugnemar fá að gera í fyrstu tímum. Löppin á enn þá svolítið í land þannig að ég geti sjálfur stýrt fullkomlega. Þannig að ég flýg bara þegar löppin er tilbúin.“ Birgir segist ekki hræddur við að fljúga aftur. „Nei, eins og ég segi ég stökk bara strax með vini mínum bara nokkrum dögum seinna. Ég varð aldrei skelkaður við að þurfa fara aftur að fljúga. Bara um leið og ég get þá stekk ég af stað.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mosfellsbær Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir ótrúlegt í raun hvað hann slasaðist lítið og kraftaverk að hann sé enn á lífi. Um miðjan september fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að neyðarsendir lítillar flugvélar hefði farið í gang við Móskarðshnjúka. Skömmu síðast barst svo tilkynning frá vegfaranda um að svartur reyki stigi til himins frá svæðinu nærri þeim stað þaðan sem neyðarboðin bárust. Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað en í ljós kom að lítil flugvél hafði brotlent á Skálfellsöxl. Um borð var Birgir Steinar Birgisson, flugmaður, sem með ótrúlegum hætti komst lífs af frá slysinu. „Þegar ég átta mig á því að ég er að fara í jörðina lokaði ég bara augunum rétt fyrir höggið. Ég hélt að þetta væri bara búið,“ segir Birgir. Birgir segir að hann hafi ekki verið lengi á flugi þegar slysið varð, kannski um tíu mínútur. Við brotlendinguna missti hann aldrei meðvitund. „Sem betur fer því ég væri líklega ekki hérna.“ Við höggið þegar flugvélin lenti á jörðinni rifnaði annar vængurinn af og eldur kom upp. „Ég opna augun. Sé strax að hnéð er mjög opið, er stórslasaður þar. Það kemur svartur reykur upp úr mótornum og þá lít ég strax til hægri, hurðin er þar, þá hafði vængurinn dottið af og lokaði alveg fyrir mig að komast út. Ég skynja einhvern reyk eða eld þar og lít strax til vinstri, þar er glugginn og ég sé að hann er farinn úr, þannig að ég spenni mig strax úr beltinu, tek með höndum í karminn og spyrni mér út,“ segir Birgir. Hann segir að einungis sekúndur hefðu skipt því að mun verr hefði getað farið. „Ég rétt kem út, þreifa eftir símanum mínum. Finn hann ekki, horfi inn í vél í eina, tvær sekúndur, kem mér í burtu og ég er ekki kominn út fyrir væng endann þegar hún er bara alelda.“ Mikið slasaður ákvað Birgir að bíða björgunar nærri flakinu í ljósi þess að neyðarsendir vélarinnar ætti að fara sjálfkrafa í gang en að auki myndi reykur frá vélinni auðvelda björgunaraðilum að komast til hans. Þegar hann áttar sig á því að þyrla frá ferðaþjónustuaðila, sem hafði verið fenginn til að fljúga yfir vettvang hafi ekki séð reykinn læddist grunur að honum að neyðarsendirinn hafi jafnvel ekki farið í gang. „Þá stend ég upp, geng af stað og þá finnst mér eins og það sé að leka aðeins blóð úr hnénu á mér. Þannig að ég fer úr bolnum og bindi hann utan um sárið og reyni að loka því þannig.“ Þannig gekk Birgir um kílómetra leið frá flakinu í átt að Skálafelli. Á sama tíma var mikið lið björgunarliðs á leið á vettvang, meðal annars þyrla Landhelgisgæslunnar. Andri Jóhannesson, flugmaður var í áhöfn þyrlunnar. Hann og Birgir eru góðir vinir en þessum tímapunkti vissi hann ekki að Birgir hefði lent í slysinu. Fyrir lágu upplýsingar um hvaða flugvél væri að ræða og reyndi Andri að grennslast fyrir, á leið í útkallið, hvort Birgir vissi um slysið og reyndi að hringja í hann.Andri var í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem brást við slysinu en þeir Birgir eru góðir vinir.vísir/baldur„Síðan auðvitað svaraði hann ekki, það var slökkt á símanum, sem gerist aldrei hjá honum, hann er alltaf með símann á sér. En ég hugsaði í svona tær sekúndur, ætli hann sé eitthvað tengdur þessu,“ segir Andri. Frá því fyrsta útkall berst og þar til þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið liðu aðeins tuttugu og sex mínútur. Birgir var svo kominn á spítala rétt rúmum fimmtíu mínútum frá því vélin hrapaði til jarðar. Andri segist hafa verið feginn að sjá Birgi koma gangandi á móts við þyrluna. „Feginn að sjá að hann var á lífi. Þetta er bara kraftaverk að hann skuli labba frá þessu.“ Segir Andri. Birgir segir að sjokkið vegna slyssins hafi í raun komið strax. Hann segir hlutina hafa gerst það hratt að ekki hafi gefist tími til að verða hræddur. Samdægurs hafi lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekið af honum skýrslu. Hann segir að vel hafi gengið, síðustu vikur, að vinna sig andlega frá atvikin, meðal annars með aðstoð geðhjúkrunarfræðings sem hefur umsjón með áfallahjálp. Birgir hefur einkaflugmannspróf og hefur þó nokkra reynslu en hann hefur flogið í tíu ár. Þrátt fyrir að hafa lent í aðstæðum sem erfitt er að ímynda sér að vera í ætlar hann sé að fljúga áfram. „Ég er búinn að fara tvisvar sem farþegi og fá að taka í eins og flugnemar fá að gera í fyrstu tímum. Löppin á enn þá svolítið í land þannig að ég geti sjálfur stýrt fullkomlega. Þannig að ég flýg bara þegar löppin er tilbúin.“ Birgir segist ekki hræddur við að fljúga aftur. „Nei, eins og ég segi ég stökk bara strax með vini mínum bara nokkrum dögum seinna. Ég varð aldrei skelkaður við að þurfa fara aftur að fljúga. Bara um leið og ég get þá stekk ég af stað.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mosfellsbær Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent