Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 12:17 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira