Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 11:29 Auglýsing Húsasmiðjunnar birtist í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum. Visir/Anton Brink Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Neytendur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.
Neytendur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent