Vitundarvakning um málþroskaröskun Tinna Sigurðardóttir og Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 15. október 2019 15:45 Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun