Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 18:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. fréttablaðið/eyþór Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira