Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignartengsl Landsvirkjunar og Landsnets Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 12:14 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra.
Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira