Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignartengsl Landsvirkjunar og Landsnets Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 12:14 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Orkumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra.
Orkumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira