Demókratar tókust á um heilbrigðismál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2019 18:45 Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira