Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2019 19:30 Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur. Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur.
Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira