Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00