Var spurður hvort hann gæti borgað meira af skuldinni við bankann vegna ferðalaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 13:08 Atli Steinn fjallaði um bréf sem hann fékk frá innheimtufyrirtæki í Noregi sem er jafnframt verktaki hjá Arion banka í Bítinu á Bylgjunni í morgun. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað. Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira