Iðnaðarráðherra jákvæð gagnvart ræktun á iðnaðarhampi Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 21:45 Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira