Van Dijk um átta stiga forskotið í deildinni: „Höfum engu að tapa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 11:30 Hollendingurinn hefur verið magnaður í vörn Liverpool. vísir/getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30. Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30.
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira