Haaland er búinn að skrifa undir níu og hálfs árs samning við Manchester City og menn eru gapandi yfir launum hans. Þetta er lengsti samningur sem hefur verið gerður í ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt upplýsingum TNT Sports þá fær Norðmaðurinn afar vel borgað næsta áratuginn.
Haaland er sagður frá 26 milljónir punda í árslaun eða tæplega 4,5 milljarða króna á hverju ári næstu tíu árin.
Fólkið á TNT Sport hefur sundurliðað launin samkvæmt þeim upplýsingum.
Haaland fær 2,17 milljónir punda á mánuði eða 375 milljónir í íslenskum krónum.
Hann fær fimm hundruð þúsund pund í laun á viku eða 86,3 milljónir í íslenskum krónum.
Hann fær 71,4 þúsund pund í laun á hverjum degi eða 12,3 milljónir í íslenskum krónum.
Hann fær síðan hálfa milljón króna á klukkutímann og yfir átta þúsund krónur á hverja mínútu.