City missti niður tveggja marka forskot á móti Brentford í gærkvöldi og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Foden skoraði bæði mörk City í leiknum en mörk Brentford komu bæði á síðustu tuttugu mínútum leiksins.
Þetta var ellefti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem City menn tapa stigum. Liðið tapaði stigum í aðeins tíu leikjum allt síðasta tímabil.
„Titilinn? Já hann er farinn, það er öruggt,“ sagði Phil Foden.
„Við gerum okkur grein fyrir því. Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn. Við þurfum að setja stefnuna á að vera í einu af fjórum efstu sætunum og svo auðvitað að gera vel í Meistaradeildinni,“ sagði Foden.
„Það er því ekki eins og allt tímabilið sé runnið okkur úr greipum,“ sagði Foden.
„Við verðum bara að vera raunsæir. Frammistaðan hjá okkur hefur ekki verið nógu góð. Við ætlum að ná Meistaradeildarsætinu og svo verðum við bara að sjá til hvort við náum að vinna einhverja titla líka,“ sagði Foden.
„Það þýðir ekki að svekkja sig of lengi yfir þessu. Við verðum bara að einbeita okkur að nýju verkefni og reyna að bæta okkar frammistöðu,“ sagði Foden.
„Ég hef ekki verið í þessari aðstöðu áður þar sem ég hef tapað svo mörgum leikjum. Þetta er því lærdómsríkt fyrir mig og núna snýst þetta um að komast aftur í sitt besta form. Það er ekki bara ég, heldur allt liðið,“ sagði Foden.
„Ég hef enn trú á þessu liði og ég trúi því að við getum gert góða hluti á þessari leiktíð,“ sagði Foden.